Sport

Shearer brjálaður

Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, er brjálaður út í þá Kieron Dyer og Lee Bowyer eftir slagsmálin um helgina og lét sínar skoðanir berlega í ljós eftir atvikið. "Þeir hafa dregið hið góða nafn Newcastle liðsins í drulluna og framkoma þeirra er til háborinnar skammar. Ég lét þá heyra það í búningsklefanum eftir leikinn, því mér finnst ekki hægt að afsaka svona háttarlag," sagði fyrirliðinn, sem var nýbúinn að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár, en þær gleðifregnir féllu strax í skuggan af atburðunum inni á vellinum. "Ég er sérstaklega svekktur yfir þessu í ljósi þess hve gott gengi liðsins hefur verið undanfarið og hve góður andi hefur verið í herbúðum okkar," sagði fyrirliðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×