Lífið

Steintryggur á tónlistarhátíð

Hjómsveitin Steintryggur leikur á tónlistarhátíð í Kaupmannahöfn 9. apríl næstkomandi sem kallast Spring Break og er haldin á tónleikastaðnum Vega. Hátíðin stendur yfir í þrjá daga og koma þar fram ýmsar hljómsveitir frá Norðurlöndunum og Þýskalandi. Steintryggur mun leika efni af plötu sinni Dialog sem kom út í lok ársins 2003 hér á landi auk þess sem hún mun spila lög af væntanlegri plötu. Dialog kom út í Evrópu 21. mars og hefur fengið jákvæð viðbrögð. Hafa lög af henni meðal annars verið spiluð í breska ríkisútvarpinu, BBC. Steintryggur stefnir síðan að því að spila víðar um Evrópu á næstunni, meðal annars í Skotlandi. Með Steintryggi, sem samanstendur af slagverksleikurunum Sigtryggi Baldurssyni og Steingrími Guðmundssyni, leika á tónlistarhátíðinni þeir Roland Hartwell, fiðluleikari sem starfar með Sinfóníuhljómsveit Íslands, og Hadji Tekbilek, tyrkneskur tónlistarmaður búsettur í Stokkhólmi, sem leikur meðal annars á Saz, Oud, Zurna og Ney flautu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.