Sport

Jói Kalli í byrjunarliði Leicester

Jóhannes Karl Guðjónsson er í byrjunarliði Leicester City sem mætir Teddy Sheringham og félögum í West Ham í ensku Championship deildinni í knattpsyrnu í kvöld en þetta er eini leikurinn á dagskrá í deildinni í kvöld. Leicester er í 19. sæti deildarinnar með 43 stig en á 2 leiki til góða á önnur lið. West Ham er hins vegar í mikilli baráttu um umspillsæti og eru í 7. sæti með 55 stig, tveimur stigum á eftir næsta liði fyrir ofan, Brighton.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×