Tíska og hönnun

Ljónið, nornin og skápurinn

Tískuvikan í Toronto í Kanada hófst 14. mars og lýkur 19. mars. Þó tískuvikan sé ekki eins vinsæl og þær sem á undan hafa verið þá sanna kanadískir hönnuðir að þeir eru engu síðri en þeir evrópsku.

Vikan byrjaði með skelli þegar Arthur Mendonca sýndi fágaðn heim sígauna eins og hann kemur fyrir næsta haust og vetur. Paul Hardy fylgdi fast á eftir með túlkun af ævintýrinu Ljónið, nornin og skápurinn þar sem sögusviðið er Narnía eins og flestir þekkja.

Síðustu ár hefur tískuvikan í Toronto tekið stakkaskiptum og tískuvikan er nú betri, stærri og vandaðri en fyrr. Toronto er svo sannarlega búin að koma sér á kortið.

Arthur Mendonca lék sér með efni og liti í túlkun sinni á sígaunum.Mynd/AP
Litríkt og flott frá Beckerman.Mynd/AP
David Dixon lék sér með efni og snið. Mjög fágað og flott.Mynd/AP





Fleiri fréttir

Sjá meira


×