Sport

Sepp Blatter ósáttur

Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, er gríðarlega ósáttur við árásir þær sem dómarar hafa þurft að þola að undanförnu. "Þessar árásir með orðum sem dómarar hafa orðið fyrir eru óþolandi. Við verðum að muna að þeir sem ráðast á dómarana ráðast einnig á knattspyrnusamfélagið sem þeir búa í. Þetta er uppskriftin að hegðuninni sem leiðir til vandræða á meðal stuðningsmanna og ég ráðlegg öllum að bera virðingu fyrir dómurum og hugsa um að haga sér prúðmannlega," sagði Blatter.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×