Sport

Essien hefur áhuga á United

Michael Essien sagði í dag í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina að væri meira en tilbúinn til að spila með Manchester United. Þessi kraftmikli miðjumaður hjá Lyon hefur vakið mikla athygli hjá stórliðum Evrópu fyrir frammistöðu sína í vetur og var hann meðal annars aðal maðurinn í stórsigri frönsku meistaranna á Werder Bremen í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Essien, sem fór til reynslu sem unglingur til Man Utd, er talinn vera framtíðar arftaki Roy Keane á miðjunni. "Ég veit af áhuga liða í ensku úrvaldsdeildinni," sagði Essien. "Mér líkar vel við Manchester United. Ég þekki flesta leikmenn liðsins og ég myndi vilja spila í fyrir félagið, en í augnablikinu er ég samningsbundinn Lyon og ég verð að einbeita mér að því. Mér líkar vel við Old Trafford því það er einn besti leikvangurinn í Evrópu, en helst af öllu líkar mér vel við Sir Alex."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×