Erlent

Dúkkan brást rangt við snertingu

Uppblásin kynlífsdúkka tók starfsmenn þýskrar póstþjónustu á taugum í morgun. Dúkkan byrjaði skyndilega að titra inn í kassa sem beið afhendingar og var þegar kallað á sprengjudeild lögreglunnar. Pósthúsið var rýmt og skelkaðir starfsmenn biðu í hæfilegri fjarlægð eftir því að sprengjan yrði gerð óvirk. Þegar pakkinn var hins vegar opnaður kom ekki í ljós nein venjuleg sprengja. Eigandi pakkans sagði lögreglu að hann vildi skila dúkkunni aftur til framleiðandans þar sem hún væri gölluð - hann taldi hana ekki bregðast við snertingu á réttan hátt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×