Sport

Leik Brann og Vålerenga frestað

Búið er að fresta leik Brann og Vålerenga í Norðurlandadeildinni í knattspyrnu en leikurinn átti að fara fram í Björgvin í kvöld. Ástæðan er sú að völlurinn er ísilagður og ekki hægt að spila á honum. Landsliðsmennirnir Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Bjarnason spila með Brann og Árni Gautur Arason með Vålerenga. Annar íslenskur landsliðsmaður, Gylfi Einarsson, lék fyrri hálfleikinn með varaliði Leeds sem gerði jafntefli við Middlesbrough í gær. Gylfi hefur ekkert getað spilað undanfarnar vikur vegna meiðsla en líklegt er að hann verði í leikmannahópi Leeds annað kvöld þegar liðið mætir Nottingham Forest í ensku 1. deildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×