Tíska og hönnun

Stolið frá H&M

Verslunarkeðjurnar Hennes & Mauritz og Primark eru fastar í lögfræðideilum eftir að H&M sakaði Primark um að stela stíl sínum. Að sögn H&M hefur Primark stolið efnum, munstrum og hönnunum allt frá kvenfötum til náttfata fyrir börn.

H&M segir Primark hafa stolið drekamunstri í kínverskum stíl, veggjakrotsmunstri og logamunstri svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir fjölda ásakana H&M þá mun fyrirtækið væntanlega ekki fá bætur nema upp á hundrað þúsund pund.

Mál sem þessi koma oft upp í tískubransanum en sjaldnast enda þau í réttarsalnum eins og þetta mál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×