Algjört augnakonfekt 10. mars 2005 00:01 Nú er loksins búið að slá botninn í tískuvikur heimsins sem hafa sýnt tískuunnendum og öðrum aðstandendum tískuna fyrir haustið og veturinn 2005 til 2006. Síðasta tískuvikan í þessu holli var í París og lauk henni síðastliðinn mánudag. Fyrstu tískuvikurnar hófust hins vegar snemma í janúar og mun eflaust mörgum þykja næstkomandi mánuðir kærkomin hvíld frá tískupælingum og tískuamstri. Það er greinilegt að litirnir munu hafa yfirhöndina í haust og vetur. Loðfeldurinn sívinsæli heldur velli og það er ekki laust við að allt gangi í stílum. Hönnuðir þykja óvenju djarfir í ár og sumir hafa hreinlega skipt út jarðlitunum og gráu tónunum fyrir litríkan, nútímalegan og tilraunakenndan fatnað -- skapað algjört augnakonfekt.Rautt og loðið frá Elio Berhanyer í Madrid.Flott prjónaföt fyrir strákana frá Missoni á herratískuvikunni í Mílanó.Manni ætti ekki að vera kalt í þessari kápu frá Isaac Mizrahi í New York.Þessi fatnaður frá Rolf Snoeren og Viktor Horsting ætti að vera sæmilega hlýr í París.Dolce og Gabbana ullu aðdáendum sínum ekki vonbrigðum þótt þeir séu hættir saman.Senjórítustemming í hönnun Julien MacDonald í London.Létt geggjað frá Antonio Berardi í Mílanó. Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Nú er loksins búið að slá botninn í tískuvikur heimsins sem hafa sýnt tískuunnendum og öðrum aðstandendum tískuna fyrir haustið og veturinn 2005 til 2006. Síðasta tískuvikan í þessu holli var í París og lauk henni síðastliðinn mánudag. Fyrstu tískuvikurnar hófust hins vegar snemma í janúar og mun eflaust mörgum þykja næstkomandi mánuðir kærkomin hvíld frá tískupælingum og tískuamstri. Það er greinilegt að litirnir munu hafa yfirhöndina í haust og vetur. Loðfeldurinn sívinsæli heldur velli og það er ekki laust við að allt gangi í stílum. Hönnuðir þykja óvenju djarfir í ár og sumir hafa hreinlega skipt út jarðlitunum og gráu tónunum fyrir litríkan, nútímalegan og tilraunakenndan fatnað -- skapað algjört augnakonfekt.Rautt og loðið frá Elio Berhanyer í Madrid.Flott prjónaföt fyrir strákana frá Missoni á herratískuvikunni í Mílanó.Manni ætti ekki að vera kalt í þessari kápu frá Isaac Mizrahi í New York.Þessi fatnaður frá Rolf Snoeren og Viktor Horsting ætti að vera sæmilega hlýr í París.Dolce og Gabbana ullu aðdáendum sínum ekki vonbrigðum þótt þeir séu hættir saman.Senjórítustemming í hönnun Julien MacDonald í London.Létt geggjað frá Antonio Berardi í Mílanó.
Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira