Sport

Mourinho er hrokagikkur

Manuel Almunia, markvörður Arsenal, segir að Jose Mourinho sé hrokagikkur eftir hegðun hans á úrslitaleiknum í Carling Cup bikarkeppninni þar sem lið hans, Chelsea, bar sigurorð af Liverpool, 3-2. Mourinho setti fingur upp í munninn á sér eftir að Steven Gerrard skoraði sjálfsmark sem jafnaði leikinn fyrir Chelsea. "Þetta var afleit hegðun," sagði Almunia. "Það er greinilegt að Mourinho telur sig vera yfir aðra hafinn og að árangur hans hafi stigið honum til höfuðs." Að sögn Mourinho mun Chelsea eiga í vandræðum í seinni leiknum gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu. "Barca gæti átt í vandræðum í byrjun en ég hef fulla trú á liðinu gegn Chelsea þar sem að því hefur gengið vel í vetur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×