Sport

Pennant nýtur stuðnings Birmingham

Lið Birmingham ætlar að standa þéttingsfast við bakið á Jermaine Pennant eftir að hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur. Óttast var að framtíð Pennants hjá Birmingham væri í hættu en liðið fékk hann að láni frá Arsenal. Samkvæmt talsmanni Birmingham ber liðið engan kala til Pennant og vonast menn þar á bæ til að hann læri af mistökum sínum. "Hann nýtur fulls stuðnings frá okkur til að snúa lífi sínu á réttan kjöl," sagði Karren Brady, stjórnarmaður Birmingham. Samningur Pennant við Arsenal rennur út í sumar um svipað leyti og lánssamningur hans við Birmingham er á enda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×