Sport

David Prutton í vondum málum

David Prutton, leikmaður Southampton í ensku Úrvalsdeildinni í knattspyrnu er í vondum málum eftir framkomu sína í leik Southampton og Arsenal um helgina.  Prutton var vikið af leikvelli þegar hann fékk sitt annað gula spjald í leiknum og brást kappinn illa við og stjakaði við dómaranum í kröftugum mótmælum sínum. Prutton hefur nú verið kærður í tveimur atriðum af enska knattspyrnusambandinu.  Annars vegar fyrir að yfirgefa ekki völlinn strax eftir að hann gat að líta rauða spjaldið og hinsvegar fyrir að sýna dómara leiksins ógnandi framkomu. Prutton virðist iðrast gjörða sinna því hann hefur nú beðist formlegar afsökunar á athæfi sínu og vonast til að það verði til að hann fái mildari málsmeðferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×