Sport

Keane ógnar unglingspilti

Roy Keane, fyrirliði Manchester United gæti átt yfir höfði sér kæru eftir að hafa ógnað unglingspilti fyrir framan heimili sitt.  Pilturinn mun hafa ekið framhjá Keane fyrir utan heimili hans í Manchester, þar sem leikmaðurinn var úti að ganga með hundana sína.  Þótti honum strákur aka heldur glannalega og viðskiptum þeirra lauk með því að hálskeðja sem drengurinn bar um hálsinn, slitnaði þegar Keane reif í hann og gerði sig líklegan til að ganga í skrokk á honum. Drengurinn fór strax og hafði samband við lögreglu eftir atvikið, sem nú hefur málið til rannsóknar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×