Sport

Benitez vill horfa fram á við

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir lið sitt ekki hafa tíma til að sleikja sárin eftir tapið í bikarúrslitaleiknum um helgina.  "Þetta var sárt tap um helgina, en við verðum að horfa fram á veginn og stefnum ótrauðir á að ná fjórða sætinu", sagði Benitez. Liverpool var ekki langt frá því að tryggja sér bikarinn, en sjálfsmark Steven Gerrard varð til þess að leikurinn fór í framlengingu þar sem Chelsea hafði betur.  Benitez vildi meina að í framlengingunni hafi það verið þreyta leikmanna sinna sem varð þess valdandi að þeir fengu á sig tvö mörk sem kostuðu þá tap.  "Menn geta kannski haldið 100% einbeitingu í 90 mínútur, en þegar leikurinn hefur staðið yfir í nær tvær klukkustundir, fara menn að þreytast og þá gera þeir mistök", sagði Benitez, sem vill meina að lið hans eigi enn möguleika á að ná fjórða sætinu af grönnum sínum í Everton og ná þar með að tryggja sér sæti í meistaradeildinni að ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×