Sport

Óvíst hvort Eiður byrji

Liverpool og Chelsea mætast í úrslitaleik ensku deildarbikarkeppninnar í dag. Leikurinn hefst klukkan 15 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Upphitun hefst klukkan 14.15 þar sem sýnt verður viðtal við Eið Smára Guðjohnsen sem birtist á sjónvarpsstöð Chelsea á dögunum í tilefni þess að Eiður Smári hefur spilað 200 leiki fyrir félagið. Rafael Benitez segir að pressan sé á Chelsea því Jose Mourinho og hans menn séu taldir sigurstranglegri. Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, segir að Þúsaldarvöllurinn í Cardiff sé orðinn eins konar heimavöllur Liverpool því félagið hefur spilað þar fimm úrslitaleiki á undanförnum árum og unnið fjóra þeirra. Liverpool er sigursælasta lið enska deildarbikarsins en leikið er til úrslita í 45. sinn. Liverpool hefur unnið keppnina sjö sinnum. Fernando Morientes og Steven Gerrard koma aftur inn í leikmannahóp Liverpool. Hjá Chelsea var tilkynnt í morgun að bæði Damien Duff og Didier Drogba séu heilir heilsu. Helsta spurningin er hvort það verður Eiður Smári eða Joe Cole sem verður í byrjunarliði Chelsea.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×