Innlent

Tveir teknir með fíkniefni

Tveir menn á fertugsaldri voru handteknir með tvö grömm af amfetamíni og lítilræði af hassi í Hafnarfirði um tíuleytið í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði hafa báðir mennirnir komið við sögu lögreglunnar áður og þótti ástæða til afskipta þegar þeir sáust á gangi. Mennirnir voru teknir til yfirheyrslu og kom í ljós að annar þeirra var eftirlýstur og átti að mæta í dómssal. Lögreglan keyrði honum á áfangastað en hinum var sleppt að lokinni skýrslutöku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×