Innlent

KÍ skoðar enn að kæra ríkið

Kennarasamband Íslands hefur ekki kært lagasetningu á verkfall grunnskólakennara til Mannréttindadómstóls Evrópu. Stefnt hefur verið að því frá því að kennarar sömdu við sveitarfélögin. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir málsatvik í skoðun hjá lögmanni þess. "Við ætlum að gefa okkur góðan tíma í að skoða málið allt. Við förum ekki af stað nema tryggt sé að lögmenn séu nokkuð vissir um að það beri að gera. Við ætlum ekki að rasa um ráð fram."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×