Skemmtilegasta flíkin 10. febrúar 2005 00:01 Í snjónum og skammdeginu finnst Nönnu Kristínu Jóhannsdóttur skemmtilegast að klæða sig í turkísbláa loðvestið sitt sem er hlýtt og mjúkt og lífgar upp á tilveruna. "Vestið fékk ég í Oasis rétt fyrir jól og þetta er ein skemmtilegasta flíkin mín í fataskápnum núna." Ásamt því er gallajakkinn í miklu uppáhaldi. "Ég hef notað hann endalaust síðan ég keypti hann í Gallerí 17 fyrir rúmum þremur árum og hann er eflaust mest notaða flíkin sem ég á fyrir utan auðvitað Diesel-gallabuxurnar." Nanna Kristín Jóhannsdóttir er ein af Idol-stjörnunum okkar í ár en öllum að óvörum féll hún úr keppninni í Smáralind fyrir nokkrum vikum. Þessi unga efnilega söngkona lætur þó mótlætið þó ekki stoppa sig og vonast til að geta spreytt sig meira á söngnum, en hún hefur lært klassískan söng í nokkur ár og er komin á sjöunda stig. Nanna hefur verið í pásu frá söngnáminu um nokkra hríð á meðan hún sinnir námi í hjúkrunarfræði og litlu fjölskyldunni sinni. Söngurinn er þó aldrei langt undan hjá Nönnu og vonandi reisir hún röddina fljótlega aftur fyrir alþjóð. Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Í snjónum og skammdeginu finnst Nönnu Kristínu Jóhannsdóttur skemmtilegast að klæða sig í turkísbláa loðvestið sitt sem er hlýtt og mjúkt og lífgar upp á tilveruna. "Vestið fékk ég í Oasis rétt fyrir jól og þetta er ein skemmtilegasta flíkin mín í fataskápnum núna." Ásamt því er gallajakkinn í miklu uppáhaldi. "Ég hef notað hann endalaust síðan ég keypti hann í Gallerí 17 fyrir rúmum þremur árum og hann er eflaust mest notaða flíkin sem ég á fyrir utan auðvitað Diesel-gallabuxurnar." Nanna Kristín Jóhannsdóttir er ein af Idol-stjörnunum okkar í ár en öllum að óvörum féll hún úr keppninni í Smáralind fyrir nokkrum vikum. Þessi unga efnilega söngkona lætur þó mótlætið þó ekki stoppa sig og vonast til að geta spreytt sig meira á söngnum, en hún hefur lært klassískan söng í nokkur ár og er komin á sjöunda stig. Nanna hefur verið í pásu frá söngnáminu um nokkra hríð á meðan hún sinnir námi í hjúkrunarfræði og litlu fjölskyldunni sinni. Söngurinn er þó aldrei langt undan hjá Nönnu og vonandi reisir hún röddina fljótlega aftur fyrir alþjóð.
Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira