Erlent

Róttækir hástökkvarar

Venstre og Radikale Venstre eru þeir flokkar sem bæta hvað mest við sig fylgi, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup. Skoðanakannanir birtast nú daglega fyrir þingkosningarnar í Danmörku. Ef úrslit kosninganna verða í samræmi við skoðanakönnunina sem birtist í Berlinske Tidende í gær fá Radikale Venstre 19 þingmenn og bæta þar með við sig 10 þingmönnum. Venstre myndi fá 60 þingmenn og bæta við sig fjórum þingmönnum. Jafnaðarmenn myndu hins vegar fá 40 þingmenn, en hafa nú 52. Á sunnudag áttust formenn Venstre, Anders Fogh Rasmussen, og Jafnaðarflokksins, Mogens Lykketoft, við í sjónvarpskappræðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×