Sport

Bellamy líklega til Birmingham

Flest bendir nú til þess að knattspyrnumaðurinn Craig Bellamy hjá enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle sé á leið til Birmingham City svo fjótt sem innan 2 daga. Félögin hafa komist að samkomulagi um 6 milljóna punda kaupverð á leikmanninum velska sem nemur 714 milljónum íslenskra króna. Eins og frægt er í fréttunum undanfarna daga slettist all verulega upp á vinskap Bellamy og knattspyrnustjóra Newcastle, Graeme Souness, þegar þeir fóru að ausa svívirðingum yfir hvorn annan í fjölmiðlum í vikunni sem leið. Bellamy kallaði Souness lygara og var Wales-verjinn sektaður um 2 vikna laun fyrir vikið og krafinn afsökunarbeiðni sem hann þverneitaði að veita. Souness lýsti því svo yfir á fimmtudag að Bellamy myndi ekki spila framar með liðinu á meðan hann væri við stjórnvölinn og má því teljast nær öruggt að hinn 25 ára gamli leikmaður yfirgefi félagið í síðasta lagi á mánudag en þá lokar félagaskiptaglugginn í Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×