Sport

Ferguson ekki til Rangers

Blackburn hefur hafnað enn einu tilboðinu frá Glasgow Rangers í Barry Ferguson og í tilkynningu frá skoska félaginu hafa samningaviðræður þar með farið út um þúfur. Tilboðið, sem hljóðaði upp á 4 milljónir punda, var forráðamönnum Blackburn ekki að skapi en þeir segjast vilja fá 6 milljónir punda fyrir Ferguson. Þess má geta að hann kostaði Blackburn 6,5 milljónir punda fyrir tæpu einu og hálfu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×