Sport

Alonso frá út tímabilið?

Líklegt þykir að Xabi Alonso, miðvallarleikmaður Liverpool, muni missa af því sem eftir er af tímabilinu vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Chelsea á nýársdag á Anfield. Chelsea vann leikinn 1-0. Alonso átti upphaflega að vera leikfær að nýju í byrjun mars en Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hafði litla trú á því, aðspurður um bataferli leikmannsins. "Ég held að hann verði ekki meira með í vetur. Ef ekki, þá er það bónus," sagði Benitez.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×