Deilt um hagnað af samráði 13. janúar 2005 00:01 Við málflutning fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála á mánudag var hart deilt á skýrslu þeirra Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, og Jóns Þórs Sturlusonar, sérfræðings á stofnuninni, sem þeir gerðu fyrir olíufélögin og var lögð fram til varnar olíufélögunum í haust. Tvímenningarnir fullyrtu í skýrslunni að mat Samkeppnisstofnunar á hagnaði olíufélaganna af samráði væri órökstutt og líkur væru á að hagnaðurinn ætti sér aðrar og eðlilegar skýringar. Samkeppnisráð taldi fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarða króna. Samkeppnisstofnun gagnrýndi fræðileg vinnubrögð Tryggva Þórs og Jóns og töldu skýrsluna hafa verið unna að beiðni olíufélaganna og að yfirbragð hennar væri líkara málflutningi fyrir hönd félaganna en úttekt óháðra sérfræðinga. Stofnunin taldi gagnrýnina byggjast að mestu á almennum forsendum í hagfræði en að takmörkuðu leyti á þeim aðferðum sem erlend samkeppnisyfirvöld hafa beitt við mat á ávinningi við sambærilegar aðstæður. Tryggvi og Jón sögðu þá að ásakanirnar væru alvarlegar og bentu á að Samkeppnisstofnun hefði getað leitað eftir mati frá utanaðkomandi fræðimönnum frekar en að ráðast með aðdróttunum að heiðri þeirra. Þetta fræðilega mat liggur nú fyrir og við málflutninginn á mánudag lagði Samkeppnisstofnun fram greinargerð óháðra fræðimanna þar sem niðurstaða tvímenninganna frá Hagfræðistofnun var gagnrýnd harkalega. Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að starfsmenn Hagfræðistofnunar megi taka að sér verk fyrir utan vinnu. Þetta leiði hins vegar til þess að erfitt sé að greina á milli skýrslna sem gerðar eru í nafni starfsmanna stofnana annars vegar og þeirra sem stofnunin sjálf gerir hins vegar. Sérstaklega sé erfitt að koma því á framfæri í opinberri umræðu. Hann segir að það sé stjórnar stofnunarinnar sjálfrar að taka ákvörðun um það hvort breytingar á þessu verði gerðar þannig að starfsmönnum hennar verði ekki eins frjálst að vinna sjálfstætt. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Við málflutning fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála á mánudag var hart deilt á skýrslu þeirra Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, og Jóns Þórs Sturlusonar, sérfræðings á stofnuninni, sem þeir gerðu fyrir olíufélögin og var lögð fram til varnar olíufélögunum í haust. Tvímenningarnir fullyrtu í skýrslunni að mat Samkeppnisstofnunar á hagnaði olíufélaganna af samráði væri órökstutt og líkur væru á að hagnaðurinn ætti sér aðrar og eðlilegar skýringar. Samkeppnisráð taldi fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarða króna. Samkeppnisstofnun gagnrýndi fræðileg vinnubrögð Tryggva Þórs og Jóns og töldu skýrsluna hafa verið unna að beiðni olíufélaganna og að yfirbragð hennar væri líkara málflutningi fyrir hönd félaganna en úttekt óháðra sérfræðinga. Stofnunin taldi gagnrýnina byggjast að mestu á almennum forsendum í hagfræði en að takmörkuðu leyti á þeim aðferðum sem erlend samkeppnisyfirvöld hafa beitt við mat á ávinningi við sambærilegar aðstæður. Tryggvi og Jón sögðu þá að ásakanirnar væru alvarlegar og bentu á að Samkeppnisstofnun hefði getað leitað eftir mati frá utanaðkomandi fræðimönnum frekar en að ráðast með aðdróttunum að heiðri þeirra. Þetta fræðilega mat liggur nú fyrir og við málflutninginn á mánudag lagði Samkeppnisstofnun fram greinargerð óháðra fræðimanna þar sem niðurstaða tvímenninganna frá Hagfræðistofnun var gagnrýnd harkalega. Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að starfsmenn Hagfræðistofnunar megi taka að sér verk fyrir utan vinnu. Þetta leiði hins vegar til þess að erfitt sé að greina á milli skýrslna sem gerðar eru í nafni starfsmanna stofnana annars vegar og þeirra sem stofnunin sjálf gerir hins vegar. Sérstaklega sé erfitt að koma því á framfæri í opinberri umræðu. Hann segir að það sé stjórnar stofnunarinnar sjálfrar að taka ákvörðun um það hvort breytingar á þessu verði gerðar þannig að starfsmönnum hennar verði ekki eins frjálst að vinna sjálfstætt.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira