Innlent

Jólasveinninn flaug í bæinn

Jólasveinninn, Birta og Bárður mættu á jólaball Landhelgisgæslunnar í annari þyrlu hennar.
Jólasveinninn, Birta og Bárður mættu á jólaball Landhelgisgæslunnar í annari þyrlu hennar. MYND/LHG Dagmar

Jólasveinninn kom fljúgandi í bæinn með þyrlu Landhelgisgæslunnar síðasta laugardag þegar hann kom til að taka þátt í jólaballi gæslunnar. Með honum í för voru þau Birta og Bárður úr Stundinni okkar í Sjónvarpinu.

Um 300 manns mættu á jólaballið og hafa aldrei verið fleiri. Það var að þessu sinni, fyrir algjöra tilviljun, haldið á afmælisdegi flugdeildar Landhelgisgæslunnar sem fékk fyrstu flugvélina sína afhenta 10. desember 1955, en það var Catalina-flugbáturinn TF-RAN.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×