Innlent

Óttast að missa starfsfólk til álversins

Framkvæmdastjóri Eskju, stærsta fyrirtækis Eskifjarðar, óttast að missa gott starfsfólk þegar samkeppni um vinnuafl á Austurlandi eykst með mannaráðningum til álversins á næsta ári.

120 manns starfa hjá Eskju, sem rekur útgerð, fiskvinnslu og mjölframleiðslu. Starfsmenn voru þó yfir tvöhundruð þegar mest var en hefur fækkað eftir að rækjuvinnslu var hætt og skipum fækkað.

Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri Eskju, segir stjórnendur fyrirtækisins hafa farið að undirbúa sig fyrir samkeppni við álver um vinnuafl fyrir þremur árum. Eskja seldi vélaverkstæði, rafmagnsverkstæði, netagerð og bílaverkstæði. Fyrirtækin hafa haldið áfram starfsemi í bænum og flest eflst. Yfir eitt þúsund manns starfa þegar á vegum verktaka á álverslóðinni í Reyðarfirði, þar af um 300 Íslendingar. Talið er að heimamenn muni frekar horfa til varanlegra starfa í álverinu í Reyðarfirði en stærstur hluti starfsmanna þess verður ráðinn á næsta ári.

Haukur óttast að mjög muni reyna á hvort fyrirtækið haldi starfsfólki sínu. Hann segist þó bjartsýnt á að það standist




Fleiri fréttir

Sjá meira


×