Innlent

Markús Örn afhenti trúnaðarbréf sitt

Markús Örn Antonsson hefur afhent Michaëlle Jean, landstjóra í Kanada, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kanada. Markús Örn og Jean lýstu bæði eindregnum áhuga á auknum samskiptum landanna, einkum á sviði lista og menningar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×