Innlent

Jón Páll í mestum metum

MYND/Vísir

Aflraunagarpurinn Jón Páll Sigmarsson er í mestum metum yfir afreksíþróttamenn hér á landi, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Visa Europe og Morgunblaðið britir í dag. Jón Páll, sem lést fyrir um þrettán árum, hefur nokkra yfirburði í könnuninni með rúm 14 prósent, næstur kemur Vilhjálmur Einarsson þrístökkvari og svo Ásgeir Sigurvinsson knattspyrnumaður. Afrek íþróttamanna virðast lifa lengi í hugum landsmanna því á þessum 16 manna lista eru meðal annars kúluvarparinn Gunnar Huseby og knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×