Innlent

Sjö fíkniefnamál í Hafnarfirði

MYND/Stefán

Sjö fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina sem er óvenju mikið. Flest málanna komu upp við venjulegt umferðareftirlit. Í öllum tilvikum fanst lítilræði af fíkniefnum á viðkomandi, að öllum líkindum til eigin nota, og var öllum nema einum sleppt að yfirheyrslum loknum. Hann var settur í fangelsi til að afplána fyrri dóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×