Innlent

Steinunn Valdís segir ummæli Kristins H. Gunnarsonar spaugileg

MYND/E.Ól

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður framsóknarflokks krefst afsagnar borgarstjóra vegna nýgerðra samninga borgarinnar. Hann segir samningana vera óábyrgan leik í kosningaslag.

Kristinn lét þess ummæli falla í Ísland í bítið í morgun. Hann sagði borgarstjóra nota vald sitt á ósmekklegan hátt og setja um leið alla kjarasamninga í uppnám. Kristinn spáði því einnig að samningar borgarinnar kæmu til með að hleypa öllu upp í háaloft og verðbólgunni sömuleiðis. Hann sagði að kaupmáttur launa hækkaði síst við þessa samninga. Honum finnst því eðlilegt að borgarstjóri segi af sér.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri gefur lítið fyrir ummæli Kristins og segir þau spaugileg. Hún sagði Kristinn H. Gunnarsson hafa bæst í hóp þeirra manna sem á síðustu dögum hafa risið upp á afturlappirnar og mótmælt því sem hún hefur talið að ríkti þjóðarsátt, þ.e. að hækka laun hinna lægst launuðu kvennastétta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×