Innlent

Lögregla rannsakar tildrög banaslyss

Lögreglan á Akureyri vinnur nú að rannsókn banaslyss sem varð þegar bíll valt út af Svalbarðsstrandarvegi við Eyjafjörð snemma í morgun og varð alelda. Lögreglan hefur yfirgefið vettvanginn og vinnur nú að því að ræða við þá sem komu fyrst á slysstað.Maðurinn sem lést var einn í bílnum þegar slysið átti sér stað. Hann var 38 ára einhleypur Akureyringur og lætur eftir sig þrjú börn.

Af ummerkjum að dæma virðist bíllinn hafa endastungist, oltið og loks hafnað á hvolfi, og að um leið hafi eldur gosið upp í honum. Bíllinn brann til kaldra kola. Slysið átti sér stað stað við Svalbarðsstrandaveg til móts við bæinn Sætún og tilkynnti vegfarandi um slysið. Þegar lögreglu og slökkvilið bar að var maðurinn þegar látinn.

Enn liggja tildrög slyssins ekki fyrir og vinnur lögreglan á Akureyri að rannsókn málsins. Hún hefur nú yfirgefið vettvang og vinnur að því að ræða við þá sem komu fyrst að slysinu. Niðamyrkur var þegar slysið varð en hálkulaust á veginum. 19 manns hafa nú látist í bílslysum á árinu í 16 banaslysum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×