Innlent

Húnavatnshreppur orðinn til

Ólöf Birna Björnsdóttir var efsti maður á lista Nýs afls í Húnavatnshreppi.
Ólöf Birna Björnsdóttir var efsti maður á lista Nýs afls í Húnavatnshreppi.

Nýju sveitar­félagi í Austur-Húnavatnssýslu á að gefa nafnið Húnavatnshreppur, sam­kvæmt niðurstöðu sveitar­stjórnar­kosninga sem fram fóru á laugar­dag, en þá var kos­ið um nýtt nafn á hrepp­inn.

Hreppurinn varð til við sam­ein­ingu Bólstaðar­hlíðar­hrepps, Sveins­staða­hrepps, Svína­vatns­­hrepps og Torfa­lækjar­hrepps er samþykkt var 20. nóvember í fyrra og tekur gildi nú um áramót. Kosin var sjö manna sveitarstjórn og fékk A-listi, listi Framtíðar, sem Björn Magnússon á Hólabaki leiðir, fjóra menn kjörna, en E-listi, Nýtt afl, sem Ólöf Birna Björnsdóttir á Hæli leiðir, fékk þrjá.

Íbúar hreppsins eru um 400 talsins og situr ný sveitarstjórn bara fram á vor, en þá fara fram lög­bund­nar sveitar­stjórnar­kosn­ing­ar. Ólöf Birna segir helstu verkefnin sem framundan eru að koma á upplýstu samfélagi, sinna atvinnumálum, vinnu að aðalskipulagi og fleira. Varðandi frekari sameiningu þá segir hún hana ekki á döfinni næstu árin, enda hafi íbúar hreppanna kosið þá sameiningu sem nú sé komin á. Nýtt afl segir hún hins vegar helst vilja sjá sameiningu Húnavatnshrepps og Áshrepps sem fyrst. "En auðvitað veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér," segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×