Erlent

Kyrkislanga étur gæluhunda

Íbúum auðmannahverfis í Maníla á Filippseyjum var brugðið þegar fjórtán feta kyrkislanga skreið þar um götur og át gæluhunda þeirra. Öryggisverðir voru kallaðir til og tóku þeir slönguna og komu henni í búr. Það var auðséð á miklum belg á slöngunni að hún var nýbúin að ná sér í góða máltíð sem hún var að melta. Eftir fjóra daga í búrinu skyrpti hún út því sem eftir var af hundshræi. Kyrkislangan var flutt í athvarf fyrir villt dýr. Dýrafræðingar segja að stöðugt sé gengið á heimkynni villtra dýra í grennd við Maníla og því leiti dýrin í vaxandi mæli inn í höfuðborgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×