Enn hallar á konur 25. október 2005 04:45 Ráðstefna kvenkyns menningarmálaráðh. cherie booth vigdís finnbogadóttir Mahnaz Afkhami Asma Khader Um átta af hverjum tíu forstöðumönnum ríkisstofnana eru karlar. Fyrir þrjátíu árum voru þeir níu af hverjum tíu að því er fram kemur í Hagtíðinum Hagstofu Íslands. Í ritinu, sem nefnist Konur og karlar 1975 til 2004, er þess freistað að skoða með tölum hvernig staða kynjanna á Íslandi hefur þróast á síðustu þremur áratugum. Þar kemur fram að stórt bil er enn milli atvinnutekna kvenna og karla og munur á meðaltímakaupi kynjanna meðal verkafólks og afgreiðslufólks hafi lítið breyst á tímabilinu. Laun kvenna sem hlutfall af launum karla voru árið 2004 frá 63 til 98 prósent af launum karla, mismunandi eftir hópum og launaviðmiðunum. "Konur hafa haslað sér völl víða og eru komnar til áhrifa í samfélaginu en það skortir enn á að það sé til jafns við karla," segir í ritinu. Þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að fyrir þrjátíu árum voru konur fimm prósent alþingismanna og 4 prósent sveitarstjórnarmanna en engin kona sat þá í ríkissjórn. Tíu árum síðar, eða árið 1985 voru konur orðnar 15 prósent þingmanna og 12 prósent sveitarstjórnarmanna og sat ein kona í ríkisstjórn. Auk þess hafði Vigdís Finnbogadóttir verið kjörin forseti Íslands fimm árum áður. Eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar árið 2002 voru konur 31 prósent sveitarstjórnarmanna og 30 prósent þingmanna eftir alþingiskosningarnar 2003. Eftir breytingar á þingliði nú í haust eru þær nú nær þriðjungur þingmanna. Þá sitja þrjár konur í 12 manna ríkisstjórn. Fyrir þremur áratugum voru konur þrjú prósent þeirra sem sátu í opinberum nefndum og ráðum en hlutfallið er nú um 30 prósent. Lengst af gegndu einungis karlar störfum ráðuneytsstjóra, sendiherra og hæstaréttardómara svo fátt eitt sé talið. Árið 1995 voru konur einnig komnar í þau störf. Nú um stundir eru tvær konur ráðuneytisstjórar og aðrar tvær hæstaréttardómarar. Þá gegnir ein kona starfi sendiherra, og er hlutfallið einungis þrjú prósent, en þrjár aðrar konur hafa verið skipaðar sendiherrar en ekki enn tekið til starfa. Innlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Um átta af hverjum tíu forstöðumönnum ríkisstofnana eru karlar. Fyrir þrjátíu árum voru þeir níu af hverjum tíu að því er fram kemur í Hagtíðinum Hagstofu Íslands. Í ritinu, sem nefnist Konur og karlar 1975 til 2004, er þess freistað að skoða með tölum hvernig staða kynjanna á Íslandi hefur þróast á síðustu þremur áratugum. Þar kemur fram að stórt bil er enn milli atvinnutekna kvenna og karla og munur á meðaltímakaupi kynjanna meðal verkafólks og afgreiðslufólks hafi lítið breyst á tímabilinu. Laun kvenna sem hlutfall af launum karla voru árið 2004 frá 63 til 98 prósent af launum karla, mismunandi eftir hópum og launaviðmiðunum. "Konur hafa haslað sér völl víða og eru komnar til áhrifa í samfélaginu en það skortir enn á að það sé til jafns við karla," segir í ritinu. Þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að fyrir þrjátíu árum voru konur fimm prósent alþingismanna og 4 prósent sveitarstjórnarmanna en engin kona sat þá í ríkissjórn. Tíu árum síðar, eða árið 1985 voru konur orðnar 15 prósent þingmanna og 12 prósent sveitarstjórnarmanna og sat ein kona í ríkisstjórn. Auk þess hafði Vigdís Finnbogadóttir verið kjörin forseti Íslands fimm árum áður. Eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar árið 2002 voru konur 31 prósent sveitarstjórnarmanna og 30 prósent þingmanna eftir alþingiskosningarnar 2003. Eftir breytingar á þingliði nú í haust eru þær nú nær þriðjungur þingmanna. Þá sitja þrjár konur í 12 manna ríkisstjórn. Fyrir þremur áratugum voru konur þrjú prósent þeirra sem sátu í opinberum nefndum og ráðum en hlutfallið er nú um 30 prósent. Lengst af gegndu einungis karlar störfum ráðuneytsstjóra, sendiherra og hæstaréttardómara svo fátt eitt sé talið. Árið 1995 voru konur einnig komnar í þau störf. Nú um stundir eru tvær konur ráðuneytisstjórar og aðrar tvær hæstaréttardómarar. Þá gegnir ein kona starfi sendiherra, og er hlutfallið einungis þrjú prósent, en þrjár aðrar konur hafa verið skipaðar sendiherrar en ekki enn tekið til starfa.
Innlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira