Fauk í Bandaríkjamenn 25. október 2005 18:30 Það fauk í Bandaríkjamenn í kjölfar viðræðufunda með Íslendingum um varnarmál í síðustu viku í Washington. Í bandaríska varnarmálaráðuneytinu er vilji fyrir því að loka Keflavíkurstöðinni og hörð samningatækni Íslendinga gerir þeim sem bera á móti erfitt fyrir. Varnarviðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna í síðustu viku stóðu stutt. Íslensku sendinefndinni þótti tilboð Bandaríkjamanna ekki gefa tilefni til efnislegra viðræðna og því var þeim í raun slitið áður en þær hófust. Þetta kom flatt upp á Bandaríkjamennina og fulltrúar varnarmálaráðuneytisins munu vera á því að Íslendingar hafi ekkert til málanna að leggja, ekkert gangi að koma vitinu fyrir þá eins og það er orðað og viðræður séu tilgangslausar. Eins og staðan sé, sé í raun vænlegast að gera það sem æðstu menn í varnarmálaráðuneytinu vildu í upphafi: loka stöðinni. Þó að íslenskir ráðamenn hafi blandaði bæði Bush forseta og Condoleezzu Rice utanríkisráðherra í málið er tilboð Bandaríkjamanna lítið breytt frá þeim tillögum sem kynntar voru fyrir kosningarnar 2003: orustuþoturnar burt, loftvarnir frá Skotlandi, Íslendingar borga stærsta hlut reikningsins við rekstur flugvallarins. Íslensk stjórnvöld munu hins vegar ekki vera til viðræðna um neitt annað en skiptingu kostnaðar. Þó að vilji sé til viðræðna er himinn og haf á milli hugmynda fulltrúa þjóðanna í þeim málum. Ennfremur munu hugmyndir Íslendinga um varnir landsins vera mjög óljósar. Engar líkur eru sagðar á að Keflavíkurstöðinni verði lokað á næstunni, þrátt fyrir vilja varnarmálaráðuneytisins. Í bandaríska utanríkisráðuneytinu er reynt að koma í veg fyrir þær, en háttalag Íslendinga er sagt gera það erfiðara. Vonir eru bundnar við að samkomulag takist hið fyrsta á milli sjóhersins, sem rekur stöðina, og flughersins um að flugherinn taki við. Þá er sagt að annað viðhorf blasi við og hugsanlega tímabundin uppbygging á stöðinni, þó að langtímaáhrifin og þýðing fyrir varnir Íslands séu óljós. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Það fauk í Bandaríkjamenn í kjölfar viðræðufunda með Íslendingum um varnarmál í síðustu viku í Washington. Í bandaríska varnarmálaráðuneytinu er vilji fyrir því að loka Keflavíkurstöðinni og hörð samningatækni Íslendinga gerir þeim sem bera á móti erfitt fyrir. Varnarviðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna í síðustu viku stóðu stutt. Íslensku sendinefndinni þótti tilboð Bandaríkjamanna ekki gefa tilefni til efnislegra viðræðna og því var þeim í raun slitið áður en þær hófust. Þetta kom flatt upp á Bandaríkjamennina og fulltrúar varnarmálaráðuneytisins munu vera á því að Íslendingar hafi ekkert til málanna að leggja, ekkert gangi að koma vitinu fyrir þá eins og það er orðað og viðræður séu tilgangslausar. Eins og staðan sé, sé í raun vænlegast að gera það sem æðstu menn í varnarmálaráðuneytinu vildu í upphafi: loka stöðinni. Þó að íslenskir ráðamenn hafi blandaði bæði Bush forseta og Condoleezzu Rice utanríkisráðherra í málið er tilboð Bandaríkjamanna lítið breytt frá þeim tillögum sem kynntar voru fyrir kosningarnar 2003: orustuþoturnar burt, loftvarnir frá Skotlandi, Íslendingar borga stærsta hlut reikningsins við rekstur flugvallarins. Íslensk stjórnvöld munu hins vegar ekki vera til viðræðna um neitt annað en skiptingu kostnaðar. Þó að vilji sé til viðræðna er himinn og haf á milli hugmynda fulltrúa þjóðanna í þeim málum. Ennfremur munu hugmyndir Íslendinga um varnir landsins vera mjög óljósar. Engar líkur eru sagðar á að Keflavíkurstöðinni verði lokað á næstunni, þrátt fyrir vilja varnarmálaráðuneytisins. Í bandaríska utanríkisráðuneytinu er reynt að koma í veg fyrir þær, en háttalag Íslendinga er sagt gera það erfiðara. Vonir eru bundnar við að samkomulag takist hið fyrsta á milli sjóhersins, sem rekur stöðina, og flughersins um að flugherinn taki við. Þá er sagt að annað viðhorf blasi við og hugsanlega tímabundin uppbygging á stöðinni, þó að langtímaáhrifin og þýðing fyrir varnir Íslands séu óljós.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira