Sport

Klitschko frestar bardaganum

Vitali Klischko meiddist á læri á æfingu og mun því titilvörn hans gegn Hasim Rahman, sem upphaflega átti að fara fram 30. apríl, verða seinkað um óákveðinn tíma. Talsmaður Klischko, Shelly Finkel, greindi frá þessu í dag og sagði að heimsmeistarinn hefði meitt sig við æfingar, en hann er þessa dagana í ströngum æfingum í Kænugarði fyrir bardagann. Bardaginn mun hugsanlega fara fram þann 18. júní þó enn hafi ekkert verið staðfest í þeim efnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×