Stigalausir inn í milliriðil 20. ágúst 2005 00:01 Íslenska piltalandsliðið í handbolta tapaði í gær sínum öðrum leik í röð á Heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi þegar það lá 27-30 fyrir Þýskalandi í sínum fjórða og síðasta leik í riðlakeppninni. Þar með er ljóst að íslenska liðið tekur engin stig með sér inn í milliriðilinn en liðið varð í þriðja sæti í sínum riðli á eftir Þjóðverjum, sem unnu alla sína leiki og Spánverjum, sem unnu eins marks sigur á íslenska liðinu á föstudaginn. Ísland spilar við Dani, Egypta og Kóreumenn í milliriðlinum sen hefst á morgun en vonin um að ná verðlaunasæti á þessu móti er orðin lítil enda fóru bæði Þjóðverjar og Danir með fjórum stigum meira inn í milliriðilinn. Enn á ný var það slæmur kafli í seinni hluta fyrri hálfleiks sem reyndist íslenska liðinu dýrkeyptur en fjögur þýsk mörk í röð breytti stöðunni úr 7-6 fyrir Ísland í 7-10 og eftir að Þjóðverjar skoruðu 4 af 5 fyrstu mörkum seinni hálfleiks og komust átta mörkum yfir, 19-11, var staðan orðin vonlítil fyrir íslensku strákana sem náðu að minnka muninn í eitt mark þegar sex mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki og Þjóðverjar unnu að lokum þriggja marka sigur. Þjóðverjar fengu átta fleiri víti í leiknum og íslenska liðið var sex mínútum lengur í skammarkróknum sem hjálpaði ekki liðinu að eiga við hið sterka lið Þjóðverja sem er mjög sigurstranglegt á þessu móti. Svíar og Frakkar sátu bæði eftir í sínum riðli og eru því hvorugt meðal tólf efstu liða á þessu móti. Björgvin Páll Gústvasson átti frábæran leik í markinu og varði 25 skot en þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason voru markahæstir með fimm mörk. Þá gerðu Andri Stefan og Daníel Berg Grétarsson 4 mörk hvor. Það munaði mikið um að þeir Kári Kristjánsson og Árni Þór Sigtryggsson komust ekki á blað í leiknum en öll sjö skot þeirra félaga misheppnuðust. Árni Þór var markahæsti leikmaður liðsins fyrir leikinn og Kári skoraði 11 mörk út 11 skotum í leiknum gegn Spánverjum. Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sjá meira
Íslenska piltalandsliðið í handbolta tapaði í gær sínum öðrum leik í röð á Heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi þegar það lá 27-30 fyrir Þýskalandi í sínum fjórða og síðasta leik í riðlakeppninni. Þar með er ljóst að íslenska liðið tekur engin stig með sér inn í milliriðilinn en liðið varð í þriðja sæti í sínum riðli á eftir Þjóðverjum, sem unnu alla sína leiki og Spánverjum, sem unnu eins marks sigur á íslenska liðinu á föstudaginn. Ísland spilar við Dani, Egypta og Kóreumenn í milliriðlinum sen hefst á morgun en vonin um að ná verðlaunasæti á þessu móti er orðin lítil enda fóru bæði Þjóðverjar og Danir með fjórum stigum meira inn í milliriðilinn. Enn á ný var það slæmur kafli í seinni hluta fyrri hálfleiks sem reyndist íslenska liðinu dýrkeyptur en fjögur þýsk mörk í röð breytti stöðunni úr 7-6 fyrir Ísland í 7-10 og eftir að Þjóðverjar skoruðu 4 af 5 fyrstu mörkum seinni hálfleiks og komust átta mörkum yfir, 19-11, var staðan orðin vonlítil fyrir íslensku strákana sem náðu að minnka muninn í eitt mark þegar sex mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki og Þjóðverjar unnu að lokum þriggja marka sigur. Þjóðverjar fengu átta fleiri víti í leiknum og íslenska liðið var sex mínútum lengur í skammarkróknum sem hjálpaði ekki liðinu að eiga við hið sterka lið Þjóðverja sem er mjög sigurstranglegt á þessu móti. Svíar og Frakkar sátu bæði eftir í sínum riðli og eru því hvorugt meðal tólf efstu liða á þessu móti. Björgvin Páll Gústvasson átti frábæran leik í markinu og varði 25 skot en þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason voru markahæstir með fimm mörk. Þá gerðu Andri Stefan og Daníel Berg Grétarsson 4 mörk hvor. Það munaði mikið um að þeir Kári Kristjánsson og Árni Þór Sigtryggsson komust ekki á blað í leiknum en öll sjö skot þeirra félaga misheppnuðust. Árni Þór var markahæsti leikmaður liðsins fyrir leikinn og Kári skoraði 11 mörk út 11 skotum í leiknum gegn Spánverjum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sjá meira