Sport

Valur og FH í úrslit

Valur og FH leika til úrslita á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. Það er því ljóst að Valsmenn eru Reykjavíkurmeistarar karla en FH er gestalið í keppninni. Valur lagði KR að velli 6-4 eftir vítaspyrnukeppni. Grétar Sigfinnur Sigurðarson kom Val yfir en Grétar Ólafur Hjartarson jafnaði metin. Sigurbjörn Hreiðarsson brenndi af vítaspyrnu fyrir Val í framlengingu. FH bar sigurorð af Fylki 2-1. Ólafur Páll Snorrason kom FH yfir en Finnur Kolbeinsson jafnaði metin. Sigmundur Pétur Ástþórsson skoraði sigurmarkið á 84.mínútu en þá voru FH-ingar einum færri eftir að Jóni Þorgrími Stefánssyni hafði verið vikið af velli. Úrslitaleikurinn verður í Egilshöll á fimmtudagskvöldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×