Erfiðir tímar hjá ESB 18. júní 2005 00:01 Evrópusambandið er komið í einhverja verstu tilvistarkreppu sögu sinnar eftir að leiðtogafundur sambandsins í Brussel fór gjörsamlega út um þúfur. Hvorki náðist sátt um fjárlög sambandsins né það hvernig bjarga mætti stjórnarskrársáttmálanum. Fundir stóðu linnulaust yfir alla fyrrinótt hjá leiðtogunum en þegar eldaði af degi var ljóst að ekkert hafði miðað áfram í samkomulagsátt. Menn gerðu litla tilraun til að leyna gremju sinni og vonbrigðum. Jean Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar sem situr í forsæti ráðherraráðs ESB til mánaðarloka, ræddi við blaðamenn áður en hann hélt til Bandaríkjanna og Kanada til viðræðna við þarlenda ráðamenn. "Nú fer ég vestur um haf þar sem ég fæ þann heiður að kynna þeim hversu samhent og öflug Evrópa er á alþjóðavettvangi," sagði hann í hæðnistón. Hann bætti því við að á næstu vikum myndu embættismenn greina frá því að ESB "væri ekki í kreppu heldur í mjög alvarlegri kreppu." "Þetta eru einhverjir mestu erfiðleikar sem Evrópusambandið hefur komist í," sagði Gerhard Schröder Þýskalandskanslari eftir fundinn í gær. Í svipaðan streng tók Dominic de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, sem sagði á fundi í París, að nú stæðu yfir erfiðustu tímar í sögu sambandsins. Mestur tími leiðtoganna fór í að skattyrðast um fjárlög sambandsins fyrir árin 2007-2013. Bretar hafa ekki viljað gefa eftir afslátt sinn af fjárlögunum nema að heildarendurskoðun á landbúnaðarstefnu sambandsins fari fram en það hafa Frakkar og Þjóðverjar ekki tekið í mál. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, varaði við að Evrópusambandið festist í fortíðinni og sagði að minnsta kosti fjórar aðrar þjóðir styðja Breta. Jafnframt hafði verið áformað að ræða um mögulegar björgunaraðgerðir á stjórnarskrársáttmálanum en engar tillögur voru samþykktar í þeim efnum. Bretar taka við formennsku í ráðherraráðinu 1. júlí og aðspurður hvort Tony Blair, forsætisráðherra Breta, myndi ná að höggva á hnútinn í formennskutíð sinni sagði Juncker einfaldlega nei. Erlent Fréttir Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Evrópusambandið er komið í einhverja verstu tilvistarkreppu sögu sinnar eftir að leiðtogafundur sambandsins í Brussel fór gjörsamlega út um þúfur. Hvorki náðist sátt um fjárlög sambandsins né það hvernig bjarga mætti stjórnarskrársáttmálanum. Fundir stóðu linnulaust yfir alla fyrrinótt hjá leiðtogunum en þegar eldaði af degi var ljóst að ekkert hafði miðað áfram í samkomulagsátt. Menn gerðu litla tilraun til að leyna gremju sinni og vonbrigðum. Jean Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar sem situr í forsæti ráðherraráðs ESB til mánaðarloka, ræddi við blaðamenn áður en hann hélt til Bandaríkjanna og Kanada til viðræðna við þarlenda ráðamenn. "Nú fer ég vestur um haf þar sem ég fæ þann heiður að kynna þeim hversu samhent og öflug Evrópa er á alþjóðavettvangi," sagði hann í hæðnistón. Hann bætti því við að á næstu vikum myndu embættismenn greina frá því að ESB "væri ekki í kreppu heldur í mjög alvarlegri kreppu." "Þetta eru einhverjir mestu erfiðleikar sem Evrópusambandið hefur komist í," sagði Gerhard Schröder Þýskalandskanslari eftir fundinn í gær. Í svipaðan streng tók Dominic de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, sem sagði á fundi í París, að nú stæðu yfir erfiðustu tímar í sögu sambandsins. Mestur tími leiðtoganna fór í að skattyrðast um fjárlög sambandsins fyrir árin 2007-2013. Bretar hafa ekki viljað gefa eftir afslátt sinn af fjárlögunum nema að heildarendurskoðun á landbúnaðarstefnu sambandsins fari fram en það hafa Frakkar og Þjóðverjar ekki tekið í mál. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, varaði við að Evrópusambandið festist í fortíðinni og sagði að minnsta kosti fjórar aðrar þjóðir styðja Breta. Jafnframt hafði verið áformað að ræða um mögulegar björgunaraðgerðir á stjórnarskrársáttmálanum en engar tillögur voru samþykktar í þeim efnum. Bretar taka við formennsku í ráðherraráðinu 1. júlí og aðspurður hvort Tony Blair, forsætisráðherra Breta, myndi ná að höggva á hnútinn í formennskutíð sinni sagði Juncker einfaldlega nei.
Erlent Fréttir Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira