Erlent

Reikningar opnir vegna víruss

Óprúttnir aðilar eru taldir hafa komist yfir reiknings- og leyninúmer allt að 40 milljóna kreditkortaeigenda í Bandaríkjunum, að því er talsmaður MasterCard-fyrirtækisins þar í landi greinir frá. Þetta orsakast af tölvuvírus sem lætt var inn í gagnakerfi bandarískra kreditkortafyrirtækja og þetta einskorðast því ekki við eigendur korta hjá MasterCard. Enn er óvíst um skaðann sem af þessu gæti hafa hlotist en bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×