Erlent

Róstur í Belfast

Til átaka kom í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands, í fyrrinótt á milli kaþólikka og mótmælenda. 18 lögreglumenn meiddust í átökunum og ellefu borgarar til viðbótar. Áflogin komu upp í hverfi þar sem ólga er nokkur á milli þessara hópa. Mótmælendur höfðu efnt þar til skrúðgöngu í gær og hleypti það illu blóði í kaþólikkana. Hundruð óeirðalögregluþjóna reyndu að skilja hópana að en þeir urðu sjálfir fyrir barðinu á kaþólskum óróaseggjum sem hentu í þá flöskum, múrsteinum og bensínsprengjum. Í næsta mánuði hefjast göngur mótmælenda fyrir alvöru en átökin um helgina hljóta að teljast slæmur fyrirboði fyrir þær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×