Sport

Rooney og Ferguson menn mánaðarins

Manchester United sópaði til sín verðlaunum fyrir febrúar-mánuð í ensku úrvalsdeildinni sem voru tilkynnt í dag. Wayne Rooney var valinn leikmaður mánaðarins  og Sir Alex Ferguson stjóri mánaðarins en United fékk fullt hús stiga í febrúar og minnkaði forskot Chelsea á toppi úrvalsdeildarinnar. Þetta er í 15. skiptið sem Ferguson hlýtur þessi verðlaun og er það met fyrir framkvæmdastjóra í ensku úrvalsdeildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×