Sport

Framtíð Glenn Hoddle óráðin?

Forráðamenn Wolverhampton hafa ítrekað við fjölmiðla að framtíð knattspyrnustjórans Glenn Hoddle hjá liðinu verði ekki rædd fyrr en eftir að tímabilinu lýkur. Sögusagnir hafa verið á kreiki að Hoddle sé á förum frá liðinu og hefur Paul Ince verið orðaður sem arftaki hans. Wolverhampton hefur aðeins unnið þrjá leiki síðan í desember. Hoddle tók við af Dave Jones sem var rekinn á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×