Sport

Eiður ekki ölvaður undir stýri

Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður með Chelsea og fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls sem upp kom þegar hann var stöðvaður af lögreglu, grunaður um ölvun við akstur. Hún er svohlljóðandi: „Niðurstaða blóðprufu hefur staðfest að ég var ekki undir áhrifum áfengis þegar lögregla í Lundúnum stöðvaði bíl minn á heimleið aðfararnótt sunnudags í febrúar. Engin eftirmál hafa orðið af þessu atviki hvorki af hálfu Chelsea eða lögreglunnar. Sem fyrirliði Íslenska landsliðsins og sem knattspyrnumaður með Chelsea hef ég skyldum að gegna, sem ég reyni að standa undir af fremsta megni. Ég leitast við að vera sú fyrirmynd ungu fólki, hvar sem er og sérstaklega á Íslandi, sem mér ber að vera. Óvandaðar og uppblásnar frásagnir gulu pressunnar í Bretlandi eru fyrirbæri sem okkur knattspyrnumönnum lærist að leiða hjá okkur. Ég harma hins vegar að íslenskir fjölmiðlar skuli hafa gert þessar fréttir að sínum. Sérstaklega þykir mér leitt ef ungt fólk á Íslandi hefur fengið ranga mynd af mínu framferði af þeim sökum. Ég vona því að fjölmiðlar á Íslandi komi hinu rétta rækilega á framfæri.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×