Sport

Wigan samdi við Kavanagh

Lið Wigan í ensku 1. deildinni í knattspyrnu samdi við Graham Kavanagh, leikmann Cardiff City, rétt eftir hádegi í dag. Wigan, sem situr í efsta sæti deildarinnar, er sagt hafa borgað 400 þúsund pund fyrir Kavanagh. "Ég er mjög ánægður með að ganga til liðs við Wigan á eins mikilvægum tímapunkti á leiktíðinni og raun ber vitni," sagði írski landsliðsmaðurinn Kavanagh. Lið Cardiff hefur átt við fjárhagserfiðleika að stríða og því var gripið til þess ráðs að selja Kavanagh. Fleiri leikmenn Cardiff eru sagðir á leið frá liðinu, t.a.m. Peter Thorne og James Collins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×