Biðu í rúma klukkustund í sjónum 10. september 2005 00:01 Ein kona er látin, eins manns er leitað en þremur var bjargað af sökkvandi báti á Viðeyjarsundi í fyrrinótt. Leitaraðstæður á slysstað voru afar erfiðar að sögn björgunarmanna. "Það var mikil rigning, hvasst og súldarbakkar gerðu skyggni mjög slæmt á köflum," segir Einar Örn Einarsson, skipstjóri á björgunarskipinu Ásgrími S. Björnssyni. "Það var í rauninni tilviljun að lögreglumennirnir fundu bátinn við þessar aðstæður." Björgunarskipið var kallað út um leið og neyðarkallið barst laust fyrir klukkan tvö en það var ekki fyrr en um þrjátíu mínútum síðar sem áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar barst bráðaútkall. Einar segir að alvara málsins hafi ekki verið ljós strax því upplýsingar sem Neyðarlínunni bárust hafi verið takmarkaðar. "Við stóðum í þeirri trú að við værum að fara að aðstoða vélarvana bát úti við Sundahöfn. Þegar við komum út á sundið var ljóst að málið var alvarlegra og var þyrlan kölluð tafarlaust út." Þyrlan fór í loftið klukkan rúmlega þrjú, en fjölskyldunni var bjargað stuttu síðar af lögreglumönnum á gúmmíbát. Tveggja var enn saknað, karls og konu, og leit haldið áfram. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kafaði maðurinn undir bátinn eftir að honum hvolfdi til að bjarga konunni en maðurinn hefur síðan ekki fundist. Klukkan 4.30 fannst konan látin en björgunarsveitir héldu leit að manninum áfram. Rúmlega hundrað björgunarsveitarmenn víðs vegar að af suðvesturhorninu leituðu áfram það sem eftir lifði dags en án árangurs. Leitarsvæðið nær frá Kjalarnesi út að Gróttu og hefur brak úr bátnum fundist uppi við Kjalarnes. Í því fannst meðal annars jakki mannsins sem saknað er. Laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi hættu björgunarsveitir leit í bili en kafarar fara af stað á ný klukkan átta í dag. Hvorki er hægt að svo stöddu að greina frá nafni konunnar sem lést né mannsins sem saknað er. Fréttir Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Sjá meira
Ein kona er látin, eins manns er leitað en þremur var bjargað af sökkvandi báti á Viðeyjarsundi í fyrrinótt. Leitaraðstæður á slysstað voru afar erfiðar að sögn björgunarmanna. "Það var mikil rigning, hvasst og súldarbakkar gerðu skyggni mjög slæmt á köflum," segir Einar Örn Einarsson, skipstjóri á björgunarskipinu Ásgrími S. Björnssyni. "Það var í rauninni tilviljun að lögreglumennirnir fundu bátinn við þessar aðstæður." Björgunarskipið var kallað út um leið og neyðarkallið barst laust fyrir klukkan tvö en það var ekki fyrr en um þrjátíu mínútum síðar sem áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar barst bráðaútkall. Einar segir að alvara málsins hafi ekki verið ljós strax því upplýsingar sem Neyðarlínunni bárust hafi verið takmarkaðar. "Við stóðum í þeirri trú að við værum að fara að aðstoða vélarvana bát úti við Sundahöfn. Þegar við komum út á sundið var ljóst að málið var alvarlegra og var þyrlan kölluð tafarlaust út." Þyrlan fór í loftið klukkan rúmlega þrjú, en fjölskyldunni var bjargað stuttu síðar af lögreglumönnum á gúmmíbát. Tveggja var enn saknað, karls og konu, og leit haldið áfram. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kafaði maðurinn undir bátinn eftir að honum hvolfdi til að bjarga konunni en maðurinn hefur síðan ekki fundist. Klukkan 4.30 fannst konan látin en björgunarsveitir héldu leit að manninum áfram. Rúmlega hundrað björgunarsveitarmenn víðs vegar að af suðvesturhorninu leituðu áfram það sem eftir lifði dags en án árangurs. Leitarsvæðið nær frá Kjalarnesi út að Gróttu og hefur brak úr bátnum fundist uppi við Kjalarnes. Í því fannst meðal annars jakki mannsins sem saknað er. Laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi hættu björgunarsveitir leit í bili en kafarar fara af stað á ný klukkan átta í dag. Hvorki er hægt að svo stöddu að greina frá nafni konunnar sem lést né mannsins sem saknað er.
Fréttir Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Sjá meira