Erlent

Vill leyfa norskum lesbíum að gangast undir tæknifjóvgun

Jafnréttismálaráðherra Noregs, segir ríkisstjórn landsins verða að leyfa eigi lesbíum að gangast undir tæknifrjóvgun. Skiptar skoðanir eru um málið innan ríkisstjórnarinnar.

Karita Bekkemellem, segir norskar lesbíur hafa leitað til Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands til að leita lausn sinna mála en aðeins gagnkynhneigðar konur í samvist með karlmanni hafa getað fengið tæknifrjóvgun í landinu hingað til líkt og hér á landi. Óhætt er að segja að skiptað skoðanir séu innan hinnar nýskipuðu ríkisstjórnar Noregs um jafnrétti samkynhneigðra para á við gagnkynhneigða þegar kemur að ættleiðingu og tæknifrjóvgun. Miðjuflokkurinn er mótfallinn málinu, sem og Verkamannaflokkurinn á meðan sósíalíski vinstriflokkurinn er fylgjandi breytingum á jafnréttislögunum í þá átt að lesbíur í staðfestri sambúð geti gengist undir tæknifrjóvgun. Ríkisstjórn Íslands hefur hins vegar samþykkt frumvarp til laga sem eykur rétt samkynhneigðra til jafns við gagnkynhneigðra. Sagði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra á blaðamannafundi í gær að frumvarp um málið feli í sér að samkynhneigðir geti fengið óvígða sambúð skráða í Þjóðskrá og það verði til þess að þeir njóta sömu réttinda og aðrir bæði um almannatryggingar, skattalega meðferð, lífeyrisréttindi og skiptingu á dánarbúi. Þá verður samkynhneigðum pörum heimilt að ættleiða börn og mega konur í staðfestri samvist með öðrum konum hafa rétt til að gangast undir tæknifrjóvgun með gjafasæði líkt og við á um gagnkynhneigð pör. Halldór sagði að um málið hefði náðst góð samstaða í ríkisstjórninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×