Erlent

Dæmdur fyrir fíkniefnasmygl

Gísli Ingi Gunnarsson var nú í vikunni dæmdur í tveggja ára og eins mánaðar fangelsi fyrir þjófnað, innflutning og sölu á eitur­lyfjum í Finnlandi.

Gísli var annar tveggja höfuðpaura sem stóðu í innflutningnum. Þetta kom fram í ­finnska dagblaðinu Keskisuomalainen. Gísli var dæmdur fyrir rétti í borginni Jyväskylä í Mið-Finnlandi fyrir að hafa ásamt tveimur félögum sínum flutt hass og önnur fíkniefni til landsins frá Hollandi, samtals rúmlega fimm kíló, frá nóvember 2004 fram í mars 2005 og selt í Finnlandi.

Gísli var jafnframt dæmdur til að greiða fimmtán þúsund evrur eða sem samsvarar ríflega einni milljón króna vegna þjófnaðar á vörum. Samkvæmt upplýsingum Keskisuomalainen afplánar Gísli nú í fangelsi í Finnlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×