Erlent

Ástandið að batna

Innan við eitt hundrað bílar voru brenndir í Frakklandi í nótt og segir lögreglan í landinu ástandið vera að komast í eðlilegt horf á ný. Franska þingið samþykkti í gær að lög um neyðarástand yrðu í gildi í þrjá mánuði, eða þar til um miðjan febrúar. Óeirðirnar undanfarnar þrjár vikur eru þær verstu í Frakklandi í fjóra áratugi en tjón af völdum eyðilegginga er metið á fimmtánda milljarð íslenskra króna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×