Erlent

Hefur viðræður við Atassut

Lars Emil Johansen formaður Siumut-flokksins á Grænlandi.
Lars Emil Johansen formaður Siumut-flokksins á Grænlandi.

Úrslit kosninganna til grænlensku landsstjórnarinnar komu verulega á óvart því að Siumut-flokkurinn hélt sínu. Honum hafði verið spáð afhroði. Miðflokkurinn Demókratar vann ekki jafn mikið á og búist var við.

Demókratar fengu mestan framgang í kosningunum og bættu við sig tveimur fulltrúm á Landsþinginu. Þeir fá nú sjö fulltrúa en hafði verið spáð allt að níu.

Siumut, sem er jafnaðarmannaflokkur Grænlands, heldur sama fjölda og síðast, tíu fulltrúum. Íhaldsflokknum Atassut hafði líka verið spáð miklu fylgistapi.

Flokkurinn hélt þó sínum atkvæðum en missti einn mann. Inúítaflokkurinn IA missti mann og hefur nú sjö fulltrúa. Óháðir héldu sínu, eru með einn mann.

Siumut-flokkurinn, sem setið hefur í landstjórninni frá upphafi, hefur fengið umboð til stjórnarmyndunar og hefur hann boðið Atassut til viðræðna.

Guðmundur Thorsteinsson á Grænlandi segir þó fleiri möguleika í stöðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×